Persónuvernd
Við gætum fyllstu varúðar við meðferð persónuupplýsinga og tryggjum að öll vinnsla sé í samræmi við gildandi persónuverndarlög og almennu evrópsku persónuverndarreglugerðina.
Hér getur þú fræðst um meðferð okkar á persónuupplýsingum þínum og um réttindi þín þeim tengd. Finnir þú ekki svör við spurningum þínum geturðu haft samband við okkur: personuvernd@elvo.is
Hvaðan fær Elvo persónuupplýsingar?
Vinnustaðir afhenda Elvo upplýsingar um viðskiptavini sitt til vinnslu þegar vinnslusamningur hefur verið undirritaður og tekið gildi. Í vinnslusamningi undirgengst Elvo skilmála til að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi persónuverndarlög og almennu evrópsku persónuverndarreglugerðina.
Af hverju vinnur Elvo með persónuupplýsingar?
Elvo heldur utan um mál sem eiga eða geta átt erindi við marga starfsmenn vinnustaðarins. Stjórnendur fá aðgang að sameiginlegu stjórnborði þar sem þeir geta rætt sín á milli, unnið með mál og svarað málum. Til að sinna þessu hlutverki vinnur Elvo með persónuupplýsingar einstaklinga sem starfa á viðkomandi fyrirtæk.
Hvers konar persónuupplýsingar er unnið með hjá Elvo?
Elvo vinnur með persónuupplýsingar eins og:
- Auðkenni einstaklinga, t.d. nafn og netfang
- Tengiliðaupplýsingar einstaklinga, t.d. símanúmer og tölvupóstfang
- Samskiptagögn, þ.m.t. tölvupóstsamskipti, efnislínur, texti og viðhengi sem send eru í gegnum eða vistuð í Elvo
- Upplýsingar um notkun þjónustunnar, t.d. hvenær skilaboð eru send eða opnuð
Vinnsla persónuupplýsinga felur m.a. í sér að Elvo safnar, skráir, geymir, eyðir, afhendir og samkeyrir framangreindar upplýsingar.
Hver hefur aðgang að persónuupplýsingunum?
Starfsfólk Elvo vinnur einungis með persónuupplýsingar þegar nauðsyn krefur vegna þeirra verkefna sem þau hafa umboð til þess að sinna. Þess er gætt að vinnsla persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði laga og reglugerða um persónuvernd. Allir starfsmenn Elvo eru bundnir trúnaði um allt sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og helst sú trúnaðarskylda þegar starfsmaður hættir störfum.
Hvernig er öryggi persónulegra upplýsinga tryggt?
Við gerum margvíslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og annara gagna sem við vinnum með. Þú getur kynnt þér þær ráðstafanir á eftirfarandi upplýsingasíðu hjá okkur: gagnaöryggi
Hverjum afhendir Elvo persónulegar upplýsingar?
Elvo afhendir aldrei persónuupplýsingar til þriðja aðila. Einungis ábyrgðaraðili, þ.e. stjórnendur á þeim fyrirtæk sem hefur afhent Elvo persónuupplýsingar til vinnslu, getur nálgast þær.
Hvar geymir Elvo persónuupplýsingar?
Elvo geymir og vinnur með allar persónuupplýsingar innan EES-svæðisins til að tryggja að meðferð þeirra sé í samræmi við almennu evrópsku persónuverndarreglugerðina.
Hversu lengi geymir Elvo persónulegar upplýsingar?
Elvo geymir upplýsingar eins lengi og þörf krefur svo unnt sé að sinna hlutverki sínu og í samræmi við lög og reglugerðir. Persónuupplýsingum er eytt þegar þeirra er ekki lengur þörf. Til dæmis er öllum persónuupplýsingum sem tengjast viðskiptavinii fyrirtækar eytt þegar þjónustu- og vinnslusamningur við viðkomandi fyrirtæk fellur úr gildi.
Hver er ábyrgðaraðili?
Þeir fyrirtækir sem mæla þjónustuþarfir viðskiptavina í gegnum Elvo eru ábyrgðaraðilar þeirra persónuupplýsinga sem Elvo vinnur með.
Hver er réttur á aðgangi að upplýsingum?
Samkvæmt lögum um persónuvernd eiga allir rétt á að fá vita hvaða persónuupplýsingar Elvo vinnur með og jafnframt að fá aðgang að persónulegum upplýsingum sem Elvo geymir, innan þeirra lögbundnu marka sem slíkum gagnaafhendingum eru settar.